Friday, September 16, 2011

Skálað við Karl Lagerfeld

Karl Lagerfeld er náttúrulega snillingur og er líka maður sem kann að meta gæði. Hann hefur leitast eftir því að varðveita handverksþekkingu hjá Chanel og einhvern veginn treystir maður honum þegar hann segist kunna að meta handverkið hjá sænska glermunaframleiðandans Orrefors en þar eru glösin gerð í höndunum. Hann hefur núna hannað nýja línu af glösum og nokkrum vösum (takmarkað magn) í samvinnu við Orrefors. Hann lýsir því í skemmtilegu myndbandi á síðu framleiðandans hvernig það sé allt annað líf að drekka Diet Coke-ið úr almennilegu glasi. Hann hannaði líka undirskálar sem passa akkurat fyrir glösin og segist ekki skilja af hverju þessi kaffibollahefð hafi ekki smitast yfir í glös fyrr. Línan er glær, hvít og svört enda ekki hægt að búast við neinu öðru frá meistaranum.
Hvíti liturinn er mjög skemmtilegur.

Vasi framleiddur í takmörkuðu upplagi.

Fyrir kampavínið.

Öll glösin eru með undirskál.

Monday, September 12, 2011

Fjölskyldan í fyrirrúmi

Bo Bedre er með sérstaklega skemmtilegt innlit í litríka fjölskylduíbúð. Þarna eru margar góðar hugmyndir og innlitið sannar að það þarf ekki bara að vera svarthvítt til að vera smart. Þarna er skemmtileg notkun á sterkum litum í bland við svart, hvítt og ljóst. Ég er nú samt mun hrifnari af rauðu heldur en þessum græna.
Magnaður sófi og svo er ég líka skotin í ávaxtaskálinni frá IKEA.

Mjög skemmtilegt að raða uppskriftabókunum svona upp. Þær eru líka oft svo fallegar. Er að spá að stela þessari hugmynd.
Það fer barnabókunum líka vel að vera í svona mjóum hillum enda eru þær margar svo fallegar eins og kokkabækurnar.

Thursday, September 8, 2011

Gómsætt á tjaldsvæðinu

Í svona leiðinlegu haustveðri er bara nauðsynlegt að rifja upp góðu stundirnar í sumar... Það er svo ótrúlega margt annað hægt að grilla en bara pulsur á ferðalagi. Grænmeti er frábært á grillið og okkur Sverri tókst ágætlega upp með það í Laugarásnum í sumar. Fetaosturinn (nýi kubburinn) setur alveg punktinn fyrir ofan i-ið. Svo þarf líka gott kaffi á svona ferðalagi en það er fátt betra en nýlagaður espresso á prímusnum.
Lífrænt eggaldin frá Engi með fetaostinum góða.

Caprese salat er frábært meðlæti.


Gulræturnar voru ekkert smá gómsætar.

Örvar valdi sér Coco Pops í afmælismorgunmat.

Og Oddur valdi Frosties.

Basilikan gegndi líka hlutverki stofublóms.

Espressokaffi á prímus er æði.

Thursday, September 1, 2011

Góðir grannar

Oddur við hliðið á Bárugötunni.
Myndin fallega sem kynnir alla helstu leikmennina til sögunnar.


Rósa og Örvar úti að keyra.
Strákarnir eru voða glaðir með stelpurnar á efri hæðinni og þeim kemur öllum vel saman. Tvær stelpur af þremur voru í heimsókn þegar ég kom heim í dag. Minnti mig á fallegu myndina sem beið okkar þegar við komum heim eitt sumarkvöldið.

Thursday, June 23, 2011

Hlutir fá nýtt hlutverk

Flestir þekkja sófann sem Holly Golightly var með í íbúð sinni í Breakfast at Tiffany's. Núna er hægt að kaupa sinn eigin sófa hjá síðunni Reestore sem einblínir á nútímalega og græna hönnun. Þar fæst líka stóll sem var áður innkaupakerra og borð sem var áður flugvélavængur. Skemmtilegt!
Audrey Hepburn lék Holly Golightly í myndinni.
Þessi er frekar svipaður og frægi kvikmyndasófinn þó ég kunni betur að meta litapallettuna hjá Miss Golightly.

Sannarlega grænn stóll.

Hugurinn fer áreiðanlega á flug við svona skrifborð.

Wednesday, June 1, 2011

XXL gluggasæti

Gluggasætin eru af ýmsum stærðum og gerðum og þetta hér er svo sannarlega í stærri kantinum. Þetta er í íbúð í miðborg Kaupmannahafnar (sem er til sölu). Sá þetta á Facebook-síðu Innlits útlits (sem er alveg ágætur þáttur) en myndirnar koma héðan. Restin af íbúðinni er ekkert slor heldur.
Þetta gluggasæti er eiginlega orðið að sófa.

Mér finnst þetta koma mjög flott út.

Tuesday, May 31, 2011

Djásn og óskasteinar

Rauður eins og rúbín.
 Svo ánægð með þessa nýju kertastjaka
Ótrúlega flott viskíglös. Fást hér
Ég er svo hrifin af öllu sem glitrar. Það er bara svo fallegt hvernig ljósið brotnar í skornum kristal, já eða plasti. Elska rauða kollinn sem nýtist svo vel sem stóll eða borð. Keypti síðan þessa fínu handskornu kristalkertjastjaka á markaðnum á Eiðistorgi um daginn. Þarf þá bara að eignast þessi glæsilegu viskíglös.