Thursday, September 8, 2011

Gómsætt á tjaldsvæðinu

Í svona leiðinlegu haustveðri er bara nauðsynlegt að rifja upp góðu stundirnar í sumar... Það er svo ótrúlega margt annað hægt að grilla en bara pulsur á ferðalagi. Grænmeti er frábært á grillið og okkur Sverri tókst ágætlega upp með það í Laugarásnum í sumar. Fetaosturinn (nýi kubburinn) setur alveg punktinn fyrir ofan i-ið. Svo þarf líka gott kaffi á svona ferðalagi en það er fátt betra en nýlagaður espresso á prímusnum.
Lífrænt eggaldin frá Engi með fetaostinum góða.

Caprese salat er frábært meðlæti.


Gulræturnar voru ekkert smá gómsætar.

Örvar valdi sér Coco Pops í afmælismorgunmat.

Og Oddur valdi Frosties.

Basilikan gegndi líka hlutverki stofublóms.

Espressokaffi á prímus er æði.

1 comment: