Friday, September 16, 2011

Skálað við Karl Lagerfeld

Karl Lagerfeld er náttúrulega snillingur og er líka maður sem kann að meta gæði. Hann hefur leitast eftir því að varðveita handverksþekkingu hjá Chanel og einhvern veginn treystir maður honum þegar hann segist kunna að meta handverkið hjá sænska glermunaframleiðandans Orrefors en þar eru glösin gerð í höndunum. Hann hefur núna hannað nýja línu af glösum og nokkrum vösum (takmarkað magn) í samvinnu við Orrefors. Hann lýsir því í skemmtilegu myndbandi á síðu framleiðandans hvernig það sé allt annað líf að drekka Diet Coke-ið úr almennilegu glasi. Hann hannaði líka undirskálar sem passa akkurat fyrir glösin og segist ekki skilja af hverju þessi kaffibollahefð hafi ekki smitast yfir í glös fyrr. Línan er glær, hvít og svört enda ekki hægt að búast við neinu öðru frá meistaranum.
Hvíti liturinn er mjög skemmtilegur.

Vasi framleiddur í takmörkuðu upplagi.

Fyrir kampavínið.

Öll glösin eru með undirskál.

No comments:

Post a Comment