Tuesday, May 31, 2011

Djásn og óskasteinar

Rauður eins og rúbín.
 Svo ánægð með þessa nýju kertastjaka
Ótrúlega flott viskíglös. Fást hér
Ég er svo hrifin af öllu sem glitrar. Það er bara svo fallegt hvernig ljósið brotnar í skornum kristal, já eða plasti. Elska rauða kollinn sem nýtist svo vel sem stóll eða borð. Keypti síðan þessa fínu handskornu kristalkertjastjaka á markaðnum á Eiðistorgi um daginn. Þarf þá bara að eignast þessi glæsilegu viskíglös.


Thursday, May 26, 2011

Pallatími

Oddi finnst gaman að borða morgunmatinn úti.

Og Örvari líka.

Agúrkur eru góðar.
Borð strákanna var ég svo heppin að finna í Góða hirðinum fyrir skemmstu. Og indjánatjaldið líka. Algjör nostalgía. Ég fékk sjálf gult indjánatjald í fjögurra ára afmælisgjöf frá mömmu og pabba. Í þessu kuldakasti getur maður ekki annað en látið sig dreyma um betri tíð og pall í garði. Pallurinn hjá okkur hefur allavega virkað eins og aukaherbergi síðustu sumur. Það er bara svo gott að borða úti.

Huggulegt hjá Önnu Leenu

Veit ekki alveg hvort konseptið útisófi gengur upp á Íslandi en það er ansi huggulegt hjá þessari. Sófarnir eru úr pallettum.

Annað sófahorn úr pallettum. Ansi sniðugt, útihúsgögn eru dýr.

Hér sjást palletturnar betur.

Wednesday, May 11, 2011

Svefnherbergi í eldhúsinu

Fannst skrýtið að rekast á þessa mjög svo góðu lausn (ef lofthæðin er mikil en fermetrarnir færri) EINU SINNI en fannst ótrúlegt að sjá fljótlega eftir það mynd af annarri manneskju sem sefur í eldhúsinu sínu. Ætli þetta sé algengt?
Þessi heitir víst Charlotte Rust, myndi fengin hér og þar er líka meira.

Finnsk fjölskylda býr í þessu húsi en foreldrana vantaði pláss og fluttu fyrir ofan eldhúsið. Myndin og fleiri hér.

Tuesday, May 10, 2011

22 rue de la Paix

Það ættu allir að kynnast þessari Parísaraddressu en þarna eru höfuðstöðvar Repetto til húsa. Ballerínuskór eru í miklu uppáhaldi hjá mér og þessir eru þeir allra bestu. Er mjög fegin að hafa keypt nokkur pör fyrir hrun (ansi dýrir núna), sem eru því miður að spænast upp og ég neyðist því að fara bráðum til Parísar að endurnýja birgðirnar. Það er bara ekkert betra en að ganga berfættur í ballerínuskóm á sumrin.
Ég á eins og þessa svörtu efstu. Ótrúlega þægilegir.
Á líka svona, þessir eru spari. Keyptir í höfuðstöðvunum.

Kannski bláir blári glansskór verði næstir í safnið? Eða svartir?
Á líka svona, held þeir séu bestir.





Gainsburg var líka hrifinn af Repetto.
Hann notaði þessa gerð, Zizi.

Friday, May 6, 2011

Í espadrillum á Rivíerunni

Á hverju einasta vori leitar hugur minn til Rivíerunnar... Væri ekki gott að eignast espadrillur til að koma sér í réttu stemninguna?
Þetta er góður stíll fyrir sumarið frá ms. Hepburn.
Ég myndi vilja eiga einhverja svona.
En þessir frá Louboutin eru samt ágætir.

Grace Kelly tekur sig líka vel út í espadrillum.
Kisan kallar þetta rivíeraskó. Veit ekki með það en samt ágætir. Fyrir bæði kynin á 9.500 kr.

Thursday, May 5, 2011

Guðdómleg höfuðdjásn

Er maður einhvern tímann of gamall til að vera með höfuðdjásn? Brúðkaupið hefur nefnilega eitthvað látið á sér standa....
NÝTT: Einhverjum tískuvitum þótti þetta of mikið en mér fannst leikkonan Isabel Lucas bara mjög smart í þessu á Met-galanu.
GAMALT: Eugenie keisaraynja lét búa til þetta höfuðdjásn úr perlum fyrir brúðkaup hennar og Napóleons III.

Hvar ertu gluggasætið mitt?

Verð einhvern tímann að eignast eitt svona. Manni hlýtur að líða vel í gluggasæti!