Thursday, May 26, 2011

Pallatími

Oddi finnst gaman að borða morgunmatinn úti.

Og Örvari líka.

Agúrkur eru góðar.
Borð strákanna var ég svo heppin að finna í Góða hirðinum fyrir skemmstu. Og indjánatjaldið líka. Algjör nostalgía. Ég fékk sjálf gult indjánatjald í fjögurra ára afmælisgjöf frá mömmu og pabba. Í þessu kuldakasti getur maður ekki annað en látið sig dreyma um betri tíð og pall í garði. Pallurinn hjá okkur hefur allavega virkað eins og aukaherbergi síðustu sumur. Það er bara svo gott að borða úti.

Huggulegt hjá Önnu Leenu

Veit ekki alveg hvort konseptið útisófi gengur upp á Íslandi en það er ansi huggulegt hjá þessari. Sófarnir eru úr pallettum.

Annað sófahorn úr pallettum. Ansi sniðugt, útihúsgögn eru dýr.

Hér sjást palletturnar betur.

No comments:

Post a Comment